Listakona rekin af leikskóla Jóhanna Vala Höskuldsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 14:23 Ég var rekin af leikskóla í fyrradag. það er ekki eitthvað sem ég myndi undir venjulegum kringumstæðum bera á borð fyrir alþjóð. Ég er meðvituð um skömmina sem á að fylgja því að vera rekin, og ég tala nú ekki um að vera rekin af leikskólastofnun sem þjáist sárlega af undirmönnun og er í engri stöðu til að vera vandlát þegar kemur að ráðningu starfsfólks. Með öðrum orðum: eins og staðan er í dag getur nánast hver sem er fengið vinnu á leikskóla. Og samt var ég rekin af leikskóla í fyrradag. Ég skal alveg viðurkenna núna, þegar þú ert búinn að lesa niður á sjöundu línu þessa pistils, að ég ætla vísvitandi að geyma það aðeins að upplýsa af hverju ég var rekin, svo forvitnin reki þig áfram. Ég þarf nefnilega að koma mikilvægum punkti frá mér. Sem sjálfstætt starfandi listakona þarf ég oft að hoppa í allskonar störf milli listrænna verkefna. Ég hef unnið við allskonar; á elliheimilum, á sambýlum, með geðfötluðum, fíklum, unglingum, þjónað, setið á skrifstofum, flippað hamborgurum, þvegið þvotta, þrifið hús, listinn er langur… Nú er konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og þar sem listafólk er réttlaust varðandi fæðingarorlof þurfti ég nauðsynlega að komast í venjulega launavinnu til að eiga rétt á orlofi. Ég hugsaði sem svo: ég hoppa bara inn á einhvern leikskóla, æfi mig aðeins í foreldrahlutverkinu og hef það næs með krúttlegum börnum þar til ég fer í orlof. Ó hve lítið ég vissi þá... Nú, rúmum tveimur mánuðum seinna hefur mér verið rækilega kippt út úr þeirri skjönuðu glansmynd sem ég hafði af leiksólastarfinu. Ég hef fengið að kynnast þeirri hetjudáð sem unnin er inni á leikskólum landsins á hverjum degi, hef fundið fyrir fjárskortinum á eigin skinni, farið með mig í bakinu, fengið lús, komið kjökrandi af þreytu heim úr vinnunni, horft á samstarfsfólk mitt gefa allt sitt fyrir börn ókunnugra í ómögulegum aðstæðum, gleyma að borða, gleyma að anda, gleyma að setjast niður, það er enginn tími, það er enginn peningur fyrir afleysingamanneskju, það eru allt of mörg börn og allt of ung börn því það verður að svara neyð foreldra, ekki mega hjól atvinnulífsins líða fyrir það að fólk vanti leikskólapláss. Það má ekki verða veik, því hver á þá að sinna börnunum, hvernig kemst ég í klippingu? Spyr ég inni á kaffistofu í korterspásunni sem ég fæ eftir að hafa klætt á annan tug barna út í storm. Það er hlegið og ég fæ ekkert svar. Hvenær fórum við síðast í verkfall? spyr ég þá, það væri ekki hægt, svarar ein, samfélagið færi bara á hliðina. Eftir rúmlega tveggja mánaða viðveru á leikskóla hef ég komist að þessari niðurstöðu: Leikskólastarfið er erfiðasta, ábyrgðarmesta og göfugasta starf sem ég hef nokkrum sinnum komist í tæri við. Á leikskólum eru börnin okkar mótuð til framtíðar. prógammeruð. Til góðs eða ills. Horfum bara beint á það; börnin okkar eru þarna allan daginn, alla daga frá tveggja ára aldri (stundum eins og hálfs) og upp í fimm ára aldur, sem eru gríðarlega mikilvæg mótunarár í lífi barns. Ef vel er vandað til verka geta börnin okkar bjargað heiminum með því að þekkja vel inn á sjálf sig og heiminn og mæta honum stútfull af kærleika og með því að verða minna krumpuð en við foreldrarnir urðum af okkar leikskólavist. Við vitum svo mikið í dag um mikilvægi þess að hlúa vel að börnum og rækta góðu fræin þeirra á þessum mótunarárum, að ef illa fer, ef við klúðrum þessu, þá er bara við okkur sjálf að sakast. Það þarf svo lítið til að planta neikvæðum fræjum í barn. Hugsunarlaus orð, stress, skömm, stimplun, hunsun, ástleysi, allt getur þetta hrundið af stað snjóboltum sem stækka með barninu inn í fullorðinsárin og verða að beyglaðri sjálfsmynd sem dregur einstaklinginn niður og kemur í veg fyrir að hún/hann geti orðið sá sterki og heilbrigði einstaklingur sem í býr innra með okkur öllum. Það þarf gríðarlega sjálfsstjórn og sjálfsþekkingu og skilning til þess að geta verið í jákvæðum og gefandi samskiptum við barn í krefjandi aðstæðum. Flest okkar, sem ekki erum þjálfuð í jákvæðum samskiptum við börn, bregðumst óafvitandi við barni eins og brugðist var við okkur þegar við vorum lítil. Og Almættið veit, að það eru ekki alltaf bestu viðbrögðin. En þrátt fyrir þessa gríðarlegu ábyrgð, þá er einhver óskiljanleg hugsunarskekkja í samfélaginu þar sem við lítum svo á að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Í grunninn snýst málið bara um þetta: Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Börnin okkar. Og hvað vill maður gera fyrir það sem er dýrmætast af öllu? Búa því öruggt skjól. koma því í góðar hendur. Hlú að því. Rækta það. Vökva það, gefa því bestu næringu sem völ er á, passa að það fái bara það besta. En hér er staðan bláköld: Börnin okkar munu ekki fá neitt í líkingu við það besta, fyrr en við sem samfélag, viðurkennum mikilvægi vandaðs og vel fjármagnaðs leikskólastarfs og lögum þá hugsanvillu að starfið sé óverðugt og að hver sem er geti sinnt því. Við felum sérfræðingum að passa peningana okkar og borgum þeim himinhá laun fyrir. Ættum við þá ekki líka að fela sérfræðingum að passa börnin okkar og borga þeim jafnvel hærri laun fyrir? Jú, þar sem börnin eru dýrmætust, dýrmætari en peningaseðlar. Ég var rekin af leikskóla í fyrradag og það var auðvitað sárt og vont og eitt af því síðasta sem ég hélt að myndi koma fyrir mig, barngóðu og söngelsku listakonuna með barn á leiðinni, en eftir því sem ég hugsa lengur um það, þá held ég að ég skilji, og með því að skilja rennur konu reiðin. Ég skil að þegar ástand hefur verið óviðunandi nógu lengi og engin lausn í sjónmáli, ekkert land í augsýn, þá hætti fólk að koma auga á það sem er að, fari að einbeita sér bara að því að komast í gegn um daginn, í gegn um storminn, og þá sé jafnvel óþolandi að nýi farþeginn í mokkajakkanum fari að rugga bátnum og spyrja spurninga eins og „Á þetta að vera svona? Á ég að láta bjóða mér þetta? Vantar ekki björgunarvesti? Vantar ekki árar og fólk til að róa? Eru ekki of mörg börn í þessum báti? Sjáiði ekki að við erum öll að örmagnast?“ Og ég skil að á síðustu orkudropunum í lekum bát með fullt af börnum á sinni ábyrgð, sé erfitt fyrir annars færasta fólk að vera besta útgáfan af sjálfu sér. Erfitt að hugsa skýrt, erfitt að finna góðar lausnir, erfitt að vera til, og þá getur verið góð hugmynd að henda listakonunni með óþægilegu spurningarnar fyrir borð. Svo það fari ekki milli mála, þá á þessi pistill ekki að snúast um reiði mína yfir því að hafa verið rekin af leikskóla í fyrradag, heldur að kristalla alvarleika stöðunnar á leikskólum landsins. Kennarar hafa nú sagt stopp, og ég styð þá heilshugar í sinni baráttu og finnst hún þörf og brýn og vona að þeir fái mjög mannsæmandi kjör og minna álag, og tilfinning mín er sú að staðan sé jafnvel enn alvarlegri á leikskólunum, þar sé staðan orðin það alvarleg að enginn hafi lengur orku til að berja í borð, og að slíkir tilburðir séu jafnvel þaggaðir niður, því vonin um bætt kjör sé algjörlega kulnuð. En þar sem ég var rekin af leikskóla í fyrradag og hef því haft tíma til að hugsa til baka og hlaða batteríin þá vildi ég leggja mitt að mörkum og vil höfða til leikskólakennara landsins og hvetja þá til að hoppa um borð í bát kennara og krefjast bættra kjara og stóraukins fjármagns inn í leikskólana því ekkert annað er viðunandi! Börnin okkar eru og eiga að halda áfram að fá að vera það dýrmætasta sem við eigum og starf leikskólakennara er því gífurlega vandasamt og virðingarvert. Elsku Leikskólakennarar. þið eruð sólir í stjörnuþokunni og vinnið þrekvirki á hverjum degi. En þið verðið að setja súrefnisgrímuna á ykkur fyrst og hlúa að ykkar eigin dýrmæti. þið verðið að segja STOPP, hingað og ekki lengra, því hver á að móta og ylja börnum morgundagsins þegar ykkar sólir eru kulnaðar af álagi? Ást og endalaus virðing frá auðmjúkri listakonu sem var rekin af leikskóla í fyrradag. Ykkar Vala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég var rekin af leikskóla í fyrradag. það er ekki eitthvað sem ég myndi undir venjulegum kringumstæðum bera á borð fyrir alþjóð. Ég er meðvituð um skömmina sem á að fylgja því að vera rekin, og ég tala nú ekki um að vera rekin af leikskólastofnun sem þjáist sárlega af undirmönnun og er í engri stöðu til að vera vandlát þegar kemur að ráðningu starfsfólks. Með öðrum orðum: eins og staðan er í dag getur nánast hver sem er fengið vinnu á leikskóla. Og samt var ég rekin af leikskóla í fyrradag. Ég skal alveg viðurkenna núna, þegar þú ert búinn að lesa niður á sjöundu línu þessa pistils, að ég ætla vísvitandi að geyma það aðeins að upplýsa af hverju ég var rekin, svo forvitnin reki þig áfram. Ég þarf nefnilega að koma mikilvægum punkti frá mér. Sem sjálfstætt starfandi listakona þarf ég oft að hoppa í allskonar störf milli listrænna verkefna. Ég hef unnið við allskonar; á elliheimilum, á sambýlum, með geðfötluðum, fíklum, unglingum, þjónað, setið á skrifstofum, flippað hamborgurum, þvegið þvotta, þrifið hús, listinn er langur… Nú er konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og þar sem listafólk er réttlaust varðandi fæðingarorlof þurfti ég nauðsynlega að komast í venjulega launavinnu til að eiga rétt á orlofi. Ég hugsaði sem svo: ég hoppa bara inn á einhvern leikskóla, æfi mig aðeins í foreldrahlutverkinu og hef það næs með krúttlegum börnum þar til ég fer í orlof. Ó hve lítið ég vissi þá... Nú, rúmum tveimur mánuðum seinna hefur mér verið rækilega kippt út úr þeirri skjönuðu glansmynd sem ég hafði af leiksólastarfinu. Ég hef fengið að kynnast þeirri hetjudáð sem unnin er inni á leikskólum landsins á hverjum degi, hef fundið fyrir fjárskortinum á eigin skinni, farið með mig í bakinu, fengið lús, komið kjökrandi af þreytu heim úr vinnunni, horft á samstarfsfólk mitt gefa allt sitt fyrir börn ókunnugra í ómögulegum aðstæðum, gleyma að borða, gleyma að anda, gleyma að setjast niður, það er enginn tími, það er enginn peningur fyrir afleysingamanneskju, það eru allt of mörg börn og allt of ung börn því það verður að svara neyð foreldra, ekki mega hjól atvinnulífsins líða fyrir það að fólk vanti leikskólapláss. Það má ekki verða veik, því hver á þá að sinna börnunum, hvernig kemst ég í klippingu? Spyr ég inni á kaffistofu í korterspásunni sem ég fæ eftir að hafa klætt á annan tug barna út í storm. Það er hlegið og ég fæ ekkert svar. Hvenær fórum við síðast í verkfall? spyr ég þá, það væri ekki hægt, svarar ein, samfélagið færi bara á hliðina. Eftir rúmlega tveggja mánaða viðveru á leikskóla hef ég komist að þessari niðurstöðu: Leikskólastarfið er erfiðasta, ábyrgðarmesta og göfugasta starf sem ég hef nokkrum sinnum komist í tæri við. Á leikskólum eru börnin okkar mótuð til framtíðar. prógammeruð. Til góðs eða ills. Horfum bara beint á það; börnin okkar eru þarna allan daginn, alla daga frá tveggja ára aldri (stundum eins og hálfs) og upp í fimm ára aldur, sem eru gríðarlega mikilvæg mótunarár í lífi barns. Ef vel er vandað til verka geta börnin okkar bjargað heiminum með því að þekkja vel inn á sjálf sig og heiminn og mæta honum stútfull af kærleika og með því að verða minna krumpuð en við foreldrarnir urðum af okkar leikskólavist. Við vitum svo mikið í dag um mikilvægi þess að hlúa vel að börnum og rækta góðu fræin þeirra á þessum mótunarárum, að ef illa fer, ef við klúðrum þessu, þá er bara við okkur sjálf að sakast. Það þarf svo lítið til að planta neikvæðum fræjum í barn. Hugsunarlaus orð, stress, skömm, stimplun, hunsun, ástleysi, allt getur þetta hrundið af stað snjóboltum sem stækka með barninu inn í fullorðinsárin og verða að beyglaðri sjálfsmynd sem dregur einstaklinginn niður og kemur í veg fyrir að hún/hann geti orðið sá sterki og heilbrigði einstaklingur sem í býr innra með okkur öllum. Það þarf gríðarlega sjálfsstjórn og sjálfsþekkingu og skilning til þess að geta verið í jákvæðum og gefandi samskiptum við barn í krefjandi aðstæðum. Flest okkar, sem ekki erum þjálfuð í jákvæðum samskiptum við börn, bregðumst óafvitandi við barni eins og brugðist var við okkur þegar við vorum lítil. Og Almættið veit, að það eru ekki alltaf bestu viðbrögðin. En þrátt fyrir þessa gríðarlegu ábyrgð, þá er einhver óskiljanleg hugsunarskekkja í samfélaginu þar sem við lítum svo á að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Í grunninn snýst málið bara um þetta: Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Börnin okkar. Og hvað vill maður gera fyrir það sem er dýrmætast af öllu? Búa því öruggt skjól. koma því í góðar hendur. Hlú að því. Rækta það. Vökva það, gefa því bestu næringu sem völ er á, passa að það fái bara það besta. En hér er staðan bláköld: Börnin okkar munu ekki fá neitt í líkingu við það besta, fyrr en við sem samfélag, viðurkennum mikilvægi vandaðs og vel fjármagnaðs leikskólastarfs og lögum þá hugsanvillu að starfið sé óverðugt og að hver sem er geti sinnt því. Við felum sérfræðingum að passa peningana okkar og borgum þeim himinhá laun fyrir. Ættum við þá ekki líka að fela sérfræðingum að passa börnin okkar og borga þeim jafnvel hærri laun fyrir? Jú, þar sem börnin eru dýrmætust, dýrmætari en peningaseðlar. Ég var rekin af leikskóla í fyrradag og það var auðvitað sárt og vont og eitt af því síðasta sem ég hélt að myndi koma fyrir mig, barngóðu og söngelsku listakonuna með barn á leiðinni, en eftir því sem ég hugsa lengur um það, þá held ég að ég skilji, og með því að skilja rennur konu reiðin. Ég skil að þegar ástand hefur verið óviðunandi nógu lengi og engin lausn í sjónmáli, ekkert land í augsýn, þá hætti fólk að koma auga á það sem er að, fari að einbeita sér bara að því að komast í gegn um daginn, í gegn um storminn, og þá sé jafnvel óþolandi að nýi farþeginn í mokkajakkanum fari að rugga bátnum og spyrja spurninga eins og „Á þetta að vera svona? Á ég að láta bjóða mér þetta? Vantar ekki björgunarvesti? Vantar ekki árar og fólk til að róa? Eru ekki of mörg börn í þessum báti? Sjáiði ekki að við erum öll að örmagnast?“ Og ég skil að á síðustu orkudropunum í lekum bát með fullt af börnum á sinni ábyrgð, sé erfitt fyrir annars færasta fólk að vera besta útgáfan af sjálfu sér. Erfitt að hugsa skýrt, erfitt að finna góðar lausnir, erfitt að vera til, og þá getur verið góð hugmynd að henda listakonunni með óþægilegu spurningarnar fyrir borð. Svo það fari ekki milli mála, þá á þessi pistill ekki að snúast um reiði mína yfir því að hafa verið rekin af leikskóla í fyrradag, heldur að kristalla alvarleika stöðunnar á leikskólum landsins. Kennarar hafa nú sagt stopp, og ég styð þá heilshugar í sinni baráttu og finnst hún þörf og brýn og vona að þeir fái mjög mannsæmandi kjör og minna álag, og tilfinning mín er sú að staðan sé jafnvel enn alvarlegri á leikskólunum, þar sé staðan orðin það alvarleg að enginn hafi lengur orku til að berja í borð, og að slíkir tilburðir séu jafnvel þaggaðir niður, því vonin um bætt kjör sé algjörlega kulnuð. En þar sem ég var rekin af leikskóla í fyrradag og hef því haft tíma til að hugsa til baka og hlaða batteríin þá vildi ég leggja mitt að mörkum og vil höfða til leikskólakennara landsins og hvetja þá til að hoppa um borð í bát kennara og krefjast bættra kjara og stóraukins fjármagns inn í leikskólana því ekkert annað er viðunandi! Börnin okkar eru og eiga að halda áfram að fá að vera það dýrmætasta sem við eigum og starf leikskólakennara er því gífurlega vandasamt og virðingarvert. Elsku Leikskólakennarar. þið eruð sólir í stjörnuþokunni og vinnið þrekvirki á hverjum degi. En þið verðið að setja súrefnisgrímuna á ykkur fyrst og hlúa að ykkar eigin dýrmæti. þið verðið að segja STOPP, hingað og ekki lengra, því hver á að móta og ylja börnum morgundagsins þegar ykkar sólir eru kulnaðar af álagi? Ást og endalaus virðing frá auðmjúkri listakonu sem var rekin af leikskóla í fyrradag. Ykkar Vala.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar