Myndlistasýning og tónleikar í Garðaholti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Álfheiður Ólafsdóttir sýnir sín verk. Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira