Svona verður dagskráin á Innipúkanum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 14:23 Það verður einnig fjör í bænum. vísir Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt. Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira