Sauð á Braga Valdimari vegna ofgnóttar „Black Friday“ auglýsinga: „Leiðinlegt þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 22:27 Mörg fyrirtæki höfðu ekki fyrir því að snara Black Friday heitinu yfir á íslensku. Vísir/Hanna „Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“ Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
„Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“
Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00