Innlent

Gangaloftið hrundi

Sveinn Arnarsson skrifar
Mikið hefur gengið á við gerð Vaðlaheiðarganga.
Mikið hefur gengið á við gerð Vaðlaheiðarganga. Vísir/Auðunn
Litlar sem engar tafir urðu á vinnu Ósafls við gerð Vaðlaheiðarganga þegar tugir rúmmetra af grjóti hrundu úr ganga­loftinu í byrjun vikunnar. Rúm tíu tonn af efni hrundu úr loftinu og skemmdu tæki.

Mildi þykir að engir starfsmenn voru nærri þegar loftið gaf sig með þessum afleiðingum. Borvagninn sem notaður er við gangagröftinn skemmdist talsvert við hrunið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hrynur úr lofti ganganna. Bergið virðist vera mjög laust í sér á stöku stað.

Unnið er nú að því að styrkja bergið þar sem hrunið varð áður en farið verður í frekari gröft. Um 700 metrar eru eftir af sjálfum ganga­greftrinum.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×