Viðskipti innlent

Tækifæri á markaðnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Magnús Harðarson segir að fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn sé mjög lítill á Íslandi.
Magnús Harðarson segir að fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn sé mjög lítill á Íslandi.
„Markaður með fyrirtækjaskuldabréf er mjög lítið notaður í augnablikinu af fyrirtækjum á Íslandi. Það er mun minni útgáfa og skráning en við sjáum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ef maður undan­skilur sértilfelli eins og Lúxemborg og Írland þá eru allir markaðir sem við viljum bera okkur saman við tvisvar til tíu sinnum stærri,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands. Kauphöllin hélt fund um framtíðarsýn markaðar með fyrirtækjaskuldabréf í gær.

„Ég held að það hafi verið ágætis samhljómur í þessu hjá fundarmönnum. Við erum ekki absólút stór né í hlutfalli af landsframleiðslu þar sem fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn er 24 prósent. Mjög fá hefðbundin rekstrarfélög eru í þessu, bankar hafa borið þennan markað, 64 prósent fyrirtækja sem skrá skuldabréf eru í fjármálastarfsemi,“ segir Magnús. „Það er kannski ekki skrítið að við höfum byrjað að byggja þetta kerfi upp á bréfum fasteignafélaga og sértryggðum bréfum bankanna. Það vantar kannski traustið og svo má kannski segja að það sé tiltölulega nýlega tilkomið að félög standi á svo föstum grunni að þau geti skráð sig á skuldabréfamarkaðinn,“ segir Magnús.

Hann telur einnig tækifæri á markaðnum í bættri umgjörð.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×