Viðskipti innlent

Fengu Jafnlaunavottun VR

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á myndinni afhenda Ólafía B Rafnsdóttir formaður VR og Bryndís Guðnadóttir frá VR viðurkenninguna til starfsfólks.
Á myndinni afhenda Ólafía B Rafnsdóttir formaður VR og Bryndís Guðnadóttir frá VR viðurkenninguna til starfsfólks. Mynd/Aðsend
Auglýsingastofan PIPAR\TBWA fékk í gær Jafnlaunavottun VR, fyrst íslenskra auglýsinga- og markaðsfyrirtækja. Vottunin staðfestir að starfsfólki PIPARS\TBWA sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf, sé ekki mismunað í launum.

Jafnlaunakerfi auglýsingastofunnar uppfyllir þar með Jafnlaunaviðmið VR og kröfur ÍST85 – Jafnlaunakerfis, en gerð var ítarlega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör segir í tilkynningu.

„Við erum mjög stolt af því hafa farið í gegnum þetta ferli. Það var lærdómsríkt og krefjandi að búa til vitrænt kerfi sem heldur. Svona á atvinnulífið allt að vera, opið og gagnsætt og þar skipta launamál gríðarlega miklu máli. Fátt er mikilvægara og persónulegra en launin okkar. Við trúum því líka að það sé forsenda góðs starfsanda að starfsmenn upplifi að launamálin séu í lagi og að þau séu ávallt hugsuð með sanngirni að leiðarljósi,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri PIPARS\TBWA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×