Innlent

Tekinn með 26 kannabisplöntur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
34 ára karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot.
34 ára karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. vísir/stefán
Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa haft í vörslum sínum mikið magn af fíkniefnum. Gerðar voru upptækar alls 26 kannabisplöntur, 85 grömm af maríjúana og tæp 25 grömm af kókaíni.

Maðurinn, sem játaði brot sín, hafði um nokkurt skeið ræktað fyrrnefndar plöntur í húsnæði í Kópavogi. Hann á að baki nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2000, en maðurinn hlaut síðast dóm fyrr í þessum mánuði. Sá dómur var hins vegar ekki birtur manninum fyrr en 11. nóvember síðastliðinn og var því ekki hægt að líta svo á að hann hefði rofið skilorð.

„Þó svo að langt sé liðið frá því að ákærði hlaut síðast refsingu fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni er ljóst að hann hefur ekki sagt skilið við fíkniefni heldur færst í aukana. Þegar litið er til sakaferils ákærða þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði og kemur skilorðsbinding ekki til greina,“ segir í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×