Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. vísir/gva Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira