Erlent

Öryggisráð SÞ boðar til neyðarfundar vegna eldflaugarskotsins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmargar þjóðir heims hafa fordæmt þennan gjörning Norður-Kóreumanna, meira að segja þeirra einu bandamenn á alþjóðavísu, Kínverjar.
Fjölmargar þjóðir heims hafa fordæmt þennan gjörning Norður-Kóreumanna, meira að segja þeirra einu bandamenn á alþjóðavísu, Kínverjar. vísir/epa
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar síðar í dag eftir að eldflaug var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt. Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa skotið gervitungli á braut umhverfis jörðu en stjórnvöld í Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum telja að þetta sé liður í áætlun Norður-Kóreumanna um að koma upp langdrægum flugskeytum sem gætu borið kjarnorkusprengjur.

Eldflaugarskotið hefur verið fordæmt víða, meðal annars af Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem segir það ögrun við alþjóðasamfélagið. Þá hafa Rússar fordæmt skotið sömuleiðis og tilkynnt hefur verið um að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Suður-Kóreu ætli að hefja formlegar viðræður um að koma upp bandarísku loftvarnarkerfi á Kóreuskaga vegna aukinnar spennu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×