Enski boltinn

Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varnarmenn Chelsea horfa á Lingard koma Man Utd yfir.
Varnarmenn Chelsea horfa á Lingard koma Man Utd yfir. Vísir/Getty
Diego Costa tryggði Chelsea stig gegn Manchester United þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Jesse Lingard kom United yfir með frábæru skoti á 61. mínútu. Þetta var fjórða mark Lingards í deildinni á tímabilinu en hann skoraði einnig í 3-0 sigrinum á Stoke City á þriðjudaginn.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Leikurinn var jafn og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. United byrjaði báða hálfleikana vel en eftir mark Lingards pressaði Chelsea stíft og uppskar að lokum jöfnunarmark.

Costa fékk svo gott færi til að tryggja heimamönnum sigurinn en David De Gea varði og kórónaði þar með stórleik sinn.

Kurt Zouma, miðvörður Chelsea, meiddist illa rétt áður en Lingard skoraði og var borinn af velli.

Chelsea er enn taplaust undir stjórn Guus Hiddink sem tók við liðinu af José Mourinho undir lok síðasta árs.

Chelsea er í 13. sæti deildarinnar með 30 stig en United í því fimmta með 41 stig.

Chelsea 0-1 Man Utd Chelsea 1-1 Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×