Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Atli ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 14:35 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/GVA Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira