„Ég hef gaman af þessari braut og elska að koma hingað. Ég veit ekki af hverju þau baula á mig en það er þeirra vandamál. Nico gerði mistök í fyrstu beygju sem opnaði dyrnar fyrir mér og ég gat reynt að taka ytri línuna og þá gæti verið að hann hafi læst dekkjunum og runnið á mig. Kannski var hann í vandræðum með bremsurnar“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.
„Þetta var góður dagur, vonandi verður verður verðlaunapallurinn að venju hjá okkur. Það er gaman að ná þessu á heimavelli,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum.
„Þetta var ekki auðveldur dagur en við gerðum okkar besta. Við reyndum að taka fram úr Max en það er erfitt. Bíllinn hefur verið góður alla helgina en það er ekki gott að koma ekki báðum bílum í mark,“ sagði Kimi Raikkonen á verðlaunapallinum.
„Heilalaust atvik. Nico varðist mjög harkalega en hann var með bremsubilun á síðasta hring. Ég mun þurfa að eiga orð við þá báða en veit ekki enn hvað ég mun segja við þá. Þetta er glórulaus vanvirðing við þá 1500 starfsmenn sem vinna við það að koma tveimur bílum í keppni daginn inn og daginn út,“ sagði Toto Wollf, liðsstjóri Mercedes sem var allt annað en skemmt yfir árekstri sinna manna.
„Ég held að þetta hafi verið Nico að kenna en þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins.

„Góð keppni, ég var með í svona sjö hringi. Það var verið að taka fram úr mér á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum. Við erum mjög ánægðir með sjötta sæti, við vorum að miða á svona áttunda svo þetta er frábær niðurstaða. Góður dagur í heildina,“ sagði Jenson Button sem varð sjötti á McLaren.
„Ég vissi ekki en vonaði að ég gæti náð í stig. Ég var næstum búinn að klúðra keppninni áður en hún byrjaði. Ég stillti mér upp í vitlausu ráshólfi en tókst að laga það,“ sagði Pascal Wehrlain sem náði í fyrsta stig Manor liðsins á tímabilinu með tíunda sætinu í dag.