Innlent

Brian Shaw sigraði Fjallið

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Annar brosir, hinn er niðurlútur. Gengur bara betur næst.
Annar brosir, hinn er niðurlútur. Gengur bara betur næst. Vísir/Getty
Sterkasti maður heims ársins 2016 er Brian Shaw en hann sigraði keppnina í dag með 54 stigum. Fast á hæla hans var Hafþór Júlíus Björnsson sem lauk keppni með 51 stig. Hafþór var í þriðja sæti eftir keppnir gærdagsins. Hann sigraði í tveimur keppnum í dag, bæði í flugvéladrætti og Atlas-steina þrautinni. Shaw náði þó að tryggja sér sigur í keppninni með því að ná öðru sæti í síðustu þrautinni.

Keppnin fór fram í Botswana og hlaut Fjallið mikinn stuðning frá heimamönnum sem ærðust eftir að hann sigraði í fyrri þraut dagsins.

Hafþór var þónokkuð á undan Eddie Hall sem endaði í þriðja sæti með 43 stig.

Þetta er í fjórða skipti sem Brian Shaw vinnur titilinn sem sterkasti maður heims en aðeins einn maður hefur unnið titillinn oftar. Hann hefur því unnið titilinn jafn oft og Magnús Ver Magnússon og Jón Páll Sigmarsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×