Handbolti

Rússland fór alla leið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rússar fagna sigrinum.
Rússar fagna sigrinum. vísir/getty
Rússland er Ólympíumeistari kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur á Frakklandi, 22-19, í úrslitaleiknum í Ríó í dag.

Rússarnir, sem lögðu Noreg í framlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu betur og voru 6-3 yfir eftir sautján mínútna leik.

Staðan í hálfleik var svo 10-7 Rússum í vil, en Frakkarnir komu öflugir inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu í 14-14.

Þá sigu þær rússnesku aftur fram úr og unnu að lokum með þremur mörkum, 22-19, en mikill fögnuður braust út í leikslok.

Anna Vyakhierva skoraði fimm mörk fyrir Rússland, en Siraba Dembele og Allison Pineau skoruðu fimm mörk fyrir Frakkland.

Noregur tók bronsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×