UFC 202: Rick Story mætir Donald Cerrone í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 21:30 Ekki mikill rígur á milli Story og Cerrone. Vísir/Getty Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um berst Conor McGregor við Nate Diaz í kvöld. Það má þó ekki gleyma því að fyrr um kvöldið eru margir frábærir bardagar sem fólk má ekki missa af. Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er auðvitað aðalbardaginn á UFC 202. Gríðarleg tilhlökkun ríkir meðal bardagaáhugamanna fyrir kvöldinu enda stefnir allt í taumlausa skemmtun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Glover Teixeira. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn sem gætu valdið núverandi meistara, Daniel Cormier, vandræðum. Anthony Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 15 bardaga eftir rothögg en 11 af þeim sigrum hafa komið í fyrstu lotu. Sigurlíkur Glover Teixeira stóraukast því ef honum tekst að lifa af fyrstu lotuna. Anthony Johnson fékk tækifæri á titlinum í maí en mátti sætta sig við tap gegn Cormier. Hann var nálægt því að klára Cormier í fyrstu lotu en þreyttist fljótt og var í miklum vandræðum í næstu lotum þar til Cormier kláraði hann með uppgjafartaki. Glover Teixeira er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er ansi lunkinn í gólfinu. Hann er þó bara með sjö sigra eftir uppgjafartök en er að sama skapi með 15 sigra eftir rothögg rétt eins og Johnson. Þó Teixeira líti út eins og vondi kallinn í James Bond er hann ljúfur sem lamb utan búrsins og finnst fátt skemmtilegra en grænmetisræktun sín. Þessi viðureign ætti því að verða virkilega spennandi milli tveggja frábærra bardagamanna. Þriðji síðasti bardagi kvöldsins er einnig afar áhugaverður. Þar mætast gamli Íslandsóvinurinn Rick Story og kúrekinn Donald Cerrone. Story hefur barist aðeins einn bardaga síðan hann sigraði Gunnar Nelson í október 2014. Eftir sigur á Tarec Saffiedine í maí virðist hann vera kominn á fullt skrið eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti karakterinn í MMA heiminum. Hann vill berjast sem oftast og hefur gaman af því að fara í kappakstur, klettaklifur og sjóbretti svo fátt eitt sé nefnt aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Nokkuð sem UFC er alls ekki ánægt með. Hann er líka hrikalega skemmtilegur bardagamaður en af 30 sigrum hans hafa 16 komið eftir uppgjafartök og sex eftir rothögg. Það er því engin tilviljun að hann er einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegur bardaga í veltivigtinni en Gunnar Nelson telur að sinn gamli andstæðingur, Rick Story, fari með sigur af hólmi. UFC 202 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsendingin kl. 2. Fimm bardagar verða á dagskrá í kvöld og er þetta kvöld sem enginn alvöru bardagaaðdáandi má missa af. MMA Tengdar fréttir Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30 Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00 Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15 Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um berst Conor McGregor við Nate Diaz í kvöld. Það má þó ekki gleyma því að fyrr um kvöldið eru margir frábærir bardagar sem fólk má ekki missa af. Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er auðvitað aðalbardaginn á UFC 202. Gríðarleg tilhlökkun ríkir meðal bardagaáhugamanna fyrir kvöldinu enda stefnir allt í taumlausa skemmtun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Glover Teixeira. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn sem gætu valdið núverandi meistara, Daniel Cormier, vandræðum. Anthony Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 15 bardaga eftir rothögg en 11 af þeim sigrum hafa komið í fyrstu lotu. Sigurlíkur Glover Teixeira stóraukast því ef honum tekst að lifa af fyrstu lotuna. Anthony Johnson fékk tækifæri á titlinum í maí en mátti sætta sig við tap gegn Cormier. Hann var nálægt því að klára Cormier í fyrstu lotu en þreyttist fljótt og var í miklum vandræðum í næstu lotum þar til Cormier kláraði hann með uppgjafartaki. Glover Teixeira er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er ansi lunkinn í gólfinu. Hann er þó bara með sjö sigra eftir uppgjafartök en er að sama skapi með 15 sigra eftir rothögg rétt eins og Johnson. Þó Teixeira líti út eins og vondi kallinn í James Bond er hann ljúfur sem lamb utan búrsins og finnst fátt skemmtilegra en grænmetisræktun sín. Þessi viðureign ætti því að verða virkilega spennandi milli tveggja frábærra bardagamanna. Þriðji síðasti bardagi kvöldsins er einnig afar áhugaverður. Þar mætast gamli Íslandsóvinurinn Rick Story og kúrekinn Donald Cerrone. Story hefur barist aðeins einn bardaga síðan hann sigraði Gunnar Nelson í október 2014. Eftir sigur á Tarec Saffiedine í maí virðist hann vera kominn á fullt skrið eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti karakterinn í MMA heiminum. Hann vill berjast sem oftast og hefur gaman af því að fara í kappakstur, klettaklifur og sjóbretti svo fátt eitt sé nefnt aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Nokkuð sem UFC er alls ekki ánægt með. Hann er líka hrikalega skemmtilegur bardagamaður en af 30 sigrum hans hafa 16 komið eftir uppgjafartök og sex eftir rothögg. Það er því engin tilviljun að hann er einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegur bardaga í veltivigtinni en Gunnar Nelson telur að sinn gamli andstæðingur, Rick Story, fari með sigur af hólmi. UFC 202 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsendingin kl. 2. Fimm bardagar verða á dagskrá í kvöld og er þetta kvöld sem enginn alvöru bardagaaðdáandi má missa af.
MMA Tengdar fréttir Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30 Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00 Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15 Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30
Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00
Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00
Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30
Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30
Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30
Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15
Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30
Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn