UFC selt fyrir tæplega 500 milljarða Tómas þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:00 Dana White verður áfram forseti. vísir/afp UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjá meira
UFC, Ultimate Fighting Championship, var í gær selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. UFC er bardagasambandið sem Gunnar Nelson berst innan en það er langstærst í heimi blandaðra bardagalista. Það var fjárfestingahópur undir forystu umboðsrisans WME-IMG sem keypti UFC en gengið var endanlega frá sölunni á sunnudaginn og starfsmönnum UFC var tilkynnt um breytt eignarhald með tölvupósti í gær. Engin íþrótt í Bandaríkjunum hefur vaxið jafnhratt og UFC undanfarin ár en bræðurnir Lorenzo og Frank Fertitta keyptu sambandið fyrir tvær milljónir dala eða 250 milljónir króna árið 2001. Hagnaður þeirra á síðustu fimmtán árum er svakalegur. Bræðurnir keyptu UFC ásamt vini sínum úr menntaskóla, Dana White. White var gerður að forseta sambandsins en undir hans forystu hefur UFC vaxið hratt og örugglega. Hann verður áfram forseti UFC en Fertitta-bræðurnir stíga til hliðar. Þeir halda þó tíu prósent hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. UFC var fyrst stofnað árið 1993 og mætti mikilli andúð. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain sagði opinberlega á árdögum blandaðra bardagalista að þetta væri ekkert annað en mannlegur hanaslagur. Ekki eru mörg ár síðan hann dró það til baka og sagði að ef hann væri ungur maður í dag myndi hann prófa blandaðar bardagalistir. Til að byrja með máttu UFC-kvöld aðeins fara fram í Las Vegas en þau voru bönnuð í flestum ríkjum. Í fyrra lyfti New York banni sínu á UFC og er það nú leyfilegt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjá meira