Erlent

Tveir öflugir skjálftar í Ekvador

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tveir öflugir jarðskjálftar skuku norðvesturhluta Ekvador í nótt. Fyrri skjálftinn var af stærðinni 5,9 og sá seinni 6,4 og áttu þeir upptök sín rúmlega fjörutíu kílómetrum suður af borginni Esmeraldas.

Um er að ræða eftirskjálfta frá stærsta skjálfta í sögu Ekvador sem varrð í apríl síðastliðnum, en hann var af stærðinni 7,8. Alls létust 663 í þeim skjálfta og tæplega þrjátíu þúsund misstu heimili sín. Yfir 2000 eftirskjálftar hafa riðið yfir síðan þá.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða skemmdum eftir skjálftana í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×