MS – Og hvað svo? 11. júlí 2016 07:00 Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar