MS – Og hvað svo? 11. júlí 2016 07:00 Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar