Erlent

Sýndu innslag um hvernig konur geta falið áverka í andliti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmiðillinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innslagið.
Fjölmiðillinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innslagið. skjáskot
Ríkisfjölmiðillinn í Marokkó hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sýnt í sjónvarpi sérstakt innslag um hvernig konur geta falið áverka í andliti. Mörg hundruð konur skrifað nafn sitt á lista þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og að viðurlögum verði beitt á fjölmiðilinn.  

Innslagið var sýnt í morgunþættinum Sabahiyat þar sem glaðlyndur förðunarfræðingur var með sýnikennslu um hvernig konur geta hulið dökka marbletti í andliti. „Við vonum að þessar ráðleggingar geti hjálpað ykkur við að halda áfram ykkar daglega lífi,“ sagði kynnir þáttarins.

Fjölmiðillinn, Channel 2M, hefur fjarlægt myndskeiðið af vefsíðu sinni, en það er þó í mikilli dreifingu á Twitter.

Nýlega sendi Channel 2M frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að um hafi verið ræða óviðeigandi efni og að ritstjórnin átti sig á alvarleika málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×