Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga.
Að því er segir á stjornarskra.is er sett fram ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Sett er skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis.
Mælt er fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi:
Þá er er lagt til að 15 prósent kosningabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög vegna þjóðréttarskuldbindinga.

