ÍBV lenti ekki í miklum vandræðum með Huginn í leik liðanna í Lengjubikarnum í dag, en lokatölur urðu 3-1 sigur ÍBV.
Aron Bjarnason kom ÍBV yfir á 23. mínútu og Bjarni Gunnarsson tvöfaldaði forystuna á 47. mínútu. Elvar Ingi Vignisson skoraði þriðja mark ÍBV á 65. mínútu.
Leikmenn Hugins náðu að klóra í bakkann á 66. mínútu, en þá skoraði Pétur Óskarsson.
ÍBV hefur því unnið einn leik og tapað einum í riðlinum þetta árið, en Huginn hefur tapað báðum.
Breiðablik vann góðan sigur á KA í Fífunni í dag, en Atil Sigurjónsson og Ricardo Glenn skoruðu mörk Blika í 2-1 sigri.
Markaskorari KA er ókunnugur, en leikmenn KA léku einum færri frá því á fimmtu mínútu þegar Davíð Rúnari Bjarnasyni var vikið af velli með rautt spjald.
Fyrsti sigur Blika í Lengjubikarnum í ár og sömuleiðis fyrsta tap KA en þeir unnu stórsigur á Fjarðabyggð í fyrsta leik sínum.
