Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 11:02 Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“ Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00