Sókn Kúrda rekur fleyg á milli Bandaríkjanna og Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2016 22:42 Kúrdar í Sýrlandi mótmæltu því nýverið að fulltrúum þeirra hafi ekki verið boðið að taka þátt í viðræðum um frið í Sýrlandi. Vísir/AFP Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak. Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Síðustu daga hafa Kúrdar sótt hratt fram í norðanverðu Sýrlandi. Þeir hafa nýtt sér sókn stjórnarhers Sýrlands og loftárásir Rússa við borgina Aleppo, til að taka þorp og bæi af uppreisnar- og vígahópum. Það líst yfirvöldum í Tyrklandi ekki á og hafa þeir skotið yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands, til að hægja á Kúrdum. Bandaríkin hafa stutt Kúrda í Sýrlandi í óþökk Tyrkja, sem telja að nú starfi Kúrdar einnig með Rússum. Tyrkir lítur á Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkahóp og óttast að velgengni þeirra muni gefa Kúrdum í Tyrklandi byr undir báða vængi. Í austurhluta Tyrklands hafa Kúrdar barist fyrir sjálfstæði um áratuga skeið. Undanfarnar vikur hafa loftárásir Rússa og stuðningur Íran og Hezbollah gerbreytt borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur lokað fyrir síðustu birgðaleið uppreisnarmanna frá Tyrklandi og eru nálægt því að umkringja borgina Aleppo. Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld Bandaríkjanna að Kúrdar hafi ekki verið í beinu samstarfi við Rússa heldur frekar nýtt sér aðgerðir þeirra. Bandaríkin líta á Kúrda sem þann hóp sem best er til þess fallinn að berjast gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kúrdar stöðvi sókn sína og að Tyrkir hætti árásum sínum á Kúrda. Talið er að um 30 milljónir Kúrda búi í Íran, Tyrklandi, Írak og Sýrlandi. Þar af eru Kúrdarnir í Sýrlandi stærsti hópurinn. Undir stjórn fjölskyldu forsetans Bashar al-Assad voru Kúrdar í Sýrlandi beittir mikilli kúgun. Þá eru miklar olíulindir á heimasvæði þeirra í landinu en Kúrdar hafa lítið sem ekkert hagnast á því. Nú hafa þeir skapað sér svo til gott sem eigið sjálfstjórnarsvæði í norðanverðu Sýrlandi sem og í norðanverðu Írak.
Tengdar fréttir Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35 Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52 Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15 Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40 Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23 Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn. 15. febrúar 2016 23:35
Forsætisráðherra Rússlands segir nýtt kalt stríð skollið á Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Rússlandi að hætta loftárásum í Sýrlandi því þær komi í veg fyrir allar friðarumleitanir. 13. febrúar 2016 18:52
Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær. 16. febrúar 2016 13:15
Hjálpargögn berast loks umsetnum bæ í Sýrlandi Fyrstu sendingar hjálpargagna hafa nú borist sýrlenska bænum Muadhamiya sem uppreisnarmenn ráða yfir og Sýrlandsher hefur setið um síðstu mánuði. 17. febrúar 2016 15:40
Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð. 15. febrúar 2016 07:23
Segir Pútín geta bundið enda á stríðið í Sýrlandi með einu símtali "Það er einn maður í heiminum sem getur með einu símtali bundið enda á borgarastríðið í Sýrlandi og það er herra Pútín.“ 14. febrúar 2016 23:05