Eignir ríkisins að grotna niður og samfélagið að versna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2016 19:49 Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira