Þykir fátt eins endurnærandi og að rækta garðinn sinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Iða Brá tekur við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Vísir/Pjetur Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“ Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“
Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33