Norræn samvinna um málefni flóttamanna Norrænir vinstriflokkar skrifar 22. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Straumur flóttafólks hefur leitt til þess að Norðurlöndin keppast nú við að loka landamærum sínum. Sterkustu stoðir norræns samstarfs, frjáls för og vegabréfafrelsi, riða nú til falls. Vegna áhrifa öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum má sjá stjórnvöld gera flóttamönnum erfiðara að nýta rétt sinn til að sækja um hæli. Vinstriflokkar í fimm löndum vilja hins vegar að Norðurlönd vinni saman að lausn á neyð flóttamanna og verji frjálsa för og vegabréfafrelsi. Mikilvægi samvinnunnar í þessari stöðu er ótvírætt. Hún á að vera á ýmsum stigum – norræn, evrópsk og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – byggð á mismunandi pólitískri stöðu. Þegar Evrópusambandið tekst á við mikla erfiðleika er sérlega mikilvægt að norrænar þjóðir starfi saman. Dyflinnarreglugerðin virkar ekki og í stað hennar þarf reglur sem tryggja hælisleitendum rétt og skipta ábyrgð milli móttökulanda á sanngjarnan hátt. Reglur um meðferð hælisleitenda í fyrsta komulandi þarf að afnema, því þær valda óviðráðanlegum aðstæðum í sumum löndum. Sameiningu fjölskyldna þarf að setja í forgang. Svarið getur ekki verið að sitja hjá meðan flóttamannabúðir á Grikklandi, Ítalíu og Makedóníu stækka. Og ekki heldur að nota Tyrki sem landamæralögreglu fyrir Evrópusambandið og launa þeim með því að gagnrýna ekki pólitískar ofsóknir.Það verður að deila ábyrgð Evrópa þarf samkomulag byggt á réttlátum grundvallarreglum um knýjandi verkefni. Það verður að deila ábyrgð á fólki á flótta milli evrópskra landa. Eins mörg lönd og hægt er verða að standa saman í því og þar er samvinna Norðurlandanna lykilatriði. Það getur líka verið kostur að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna taki að sér stærra hlutverk í að deila niður flóttamannakvóta. Frjáls för á Norðurlöndum er sögulegur vitnisburður um samvinnu þjóða sem hefur tryggt framfarir og sveigjanleika. Það þarf mikið til að réttlæta að víkja frá því með hertu landamæraeftirliti. Hert landamæraeftirlit gerir flóttamönnum erfiðara að komast til Norðurlanda. Það ýtir undir hættulegri flóttaleiðir og smygl á fólki. Þannig aukast dómínóáhrifin sem lokuð landamæri hafa í Evrópu. Norrænu vinstriflokkarnir styðja reglur um innflytjendur en við viljum ekki að landamærahindranir og hert eftirlit skerði rétt fólks til að sækja um hæli. Fólk sem kemur til Norðurlanda að vinna á að búa við sömu réttindi og kjör og aðrir launþegar. Við viljum ekki veikja atvinnuréttindi flóttamanna og skapa þannig B-deild á vinnumarkaði. Við viljum nýta starfsfærni flóttamanna og leggja áherslu á menntun og tungumálakunnáttu. Norrænn vinnumarkaður er sameiginlegur. Nota þarf allar færar leiðir, fyrst og fremst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til að leysa neyð Sýrlands. Norðurlönd þurfa að standa saman að virku samninga- og friðarferli til að finna pólitíska lausn á þeim átökum. Sameinast þarf um aukna þróunaraðstoð til lengri tíma en líka þurfa ríkari lönd að standa saman að nýrri Marshall-aðstoð ef friðarsamkomulag næst til að byggja upp innviði á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlanda verða þegar í stað að koma saman til að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Vinstriflokkarnir á Norðurlöndum standa að tillögum sem verja rétt fólks til að leita sér hælis og verja norræna samvinnu. Við krefjumst þess að ríkisstjórnir landanna taki ábyrgð og leiti lausna í sameiningu.Katrín JakobsdóttirVinstrihreyfingin - grænt framboðAudun LysbakkenSosialistisk Venstreparti, NoregiPaavo ArhinmäkiVasemmistoliitto, FinnlandiJohanne Schmidt-NielsenEnhedslisten, DanmörkuJonas Sjöstedt Vänsterpartiet, Svíþjóð.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun