Aldís færð tímabundið til í starfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 17:39 Aldís Hilmarsdóttir vísir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29