Hann hvatti stjórnmálamenn og aðra valdhafa sérstaklega til að huga að því hvernig þeir tala við aðra sem hugsa og haga sér öðruvísi og hafa jafnvel gert mistök.
Francis hvatti einnig alla netverja til að haga sér vel og sýna „nágrannanum sem við sjáum ekki“ virðingu.
Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar voru engar upplýsingar gefnar um fund páfans við Tim Cook. Hann var staddur í Ítalíu til að opna nýa rannsóknarstofu Apple í Napólí.