Fótbolti

Bann Platini og Blatter stytt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter og Michel Platini töpuðu í dag máli sínu fyrir áfrýjunardómstóli Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Átta ára bann þeirra var þó stytt í sex ár.

Báðir voru dæmdir sekir í máli sem varðar 1,3 milljóna evra greiðslu FIFA til Platini en báðir neita þeir sök, sem fyrr.

Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann

Þeir segja að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafastörf sem Platini vann fyrir Blatter en engin gögn eru sem styðja mál þeirra og því engin haldbær gögn til sem skýra þessa greiðslu.

Blatter hefur þegar birt yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu dómstólsins og segir Blatter að hann muni fara með málið fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólin í Lausanne [CAS].

Kosning á nýjum forseta FIFA fer fram á föstudag.


Tengdar fréttir

FIFA hefur yfirgefið mig

Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit.

Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×