Bein útsending: Tekist á um búvörusamninginn á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum á föstudag. vísir/anton brink Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér. Búvörusamningar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér.
Búvörusamningar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira