32 þingmenn fá greidd tvöföld laun í dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Nú styttist í að þing komi aftur saman. Þingmenn fá hins vegar launin sín þótt engir fundir séu haldnir. vísir/daníel Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira