Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Snærós Sindradóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp. vísir/eyþór Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á viljaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjól í samstarfinu. Reynt hefur verið að reka fleyg á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til að máta síðarnefnda flokkinn við þriggja flokka stjórn sem næði frá vinstri til hægri, en án nokkurs árangurs. Þingmenn Bjartrar framtíðar meta stöðu sína sterkari í samstarfi við Viðreisn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Vinstri græn leggi á það áherslu að Samfylkingin komi inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Vinstriblokk stjórnarinnar hefði þá þrettán þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 21. Ekki komi til greina að fá Pírata í stjórn af hálfu Sjálfstæðisflokks og ekki komi til greina að Framsóknarflokkur verði þriðji flokkur í stjórn, af hálfu Vinstri grænna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sjálfur hafa heyrt að sá möguleiki hafi verið ræddur.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnarvísir/stefán„Staðreyndin er sú að það er mjög langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum og ýmislegt á milli okkar og Vinstri grænna í öðrum málum. Ég ímynda mér í fljótu bragði að það séu svo stór mál að þetta komi ekki til greina.“ Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni Benediktsson að hans vonir stæðu til að hægt væri að gera vopnahlé um ákveðin mál sem ágreiningur er um. „Og leggja til hliðar þau mál sem flokkarnir, sem eiga að starfa með honum, berjast fyrir? Ef það eru stjórnarskráin, Evrópumálin og sjávarútvegurinn þá segi ég bara nei, við munum ekki gera vopnahlé um slík mál,“ segir Logi. Heimildir Fréttablaðsins herma að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Björt framtíð séu jafnvel tilbúin að reyna aftur við fimm flokka stjórn. Ákveðið hefur verið að þing komi saman 6. desember næstkomandi, óháð því hvort ný ríkisstjórn hafi verið mynduð eða ekki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira