Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 10:11 Jónas segir atriði í Skaupinu, þar sem klippur úr viðtali við Sigurð Einarsson voru teknar úr samhengi, lágkúru. „Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008.“ Svo hefst harðorður pistill Jónasar Sigurgeirssonar bókaútgefanda, sem finna má á Vísi, hér. Hann vísar umdeilds atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpinu þar sem notaðar eru klippur úr viðtali við Sigurð skömmu eftir að dómur í málum hans féll. Bogi Ágústsson fréttamaður tók viðtalið þá, og hann lék einnig í atriðinu í Skaupinu. Jónas er ekki eini maðurinn sem hefur lýst því yfir að atriðið megi heita ósmekklegt, og þannig skrifaði til að mynda Eiríkur Bergmann prófessor um atriðið á sínum Facebookvegg: „Ok, bara svo það sé sagt -- þetta atriði með Sigurði Einarssyni í Skaupinu var glatað. Maður atast ekki í manni á hans lægsta punkti í lífinu, manni sem situr í fangelsi og hefur ekki frelsi til þess einu sinni að svara fyrir sig.“ Jónas er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings og starfaði á árunum fyrir hrun náið með Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings. Jónas segir að nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Hann telur ýmislegt benda til þess að dómsstólar séu þátttakendur í skipulagðri aðför á hendur bankamönnum en í grein hans kemur meðal annars fram að þegar hafi „17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna.“ Tengdar fréttir Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008.“ Svo hefst harðorður pistill Jónasar Sigurgeirssonar bókaútgefanda, sem finna má á Vísi, hér. Hann vísar umdeilds atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpinu þar sem notaðar eru klippur úr viðtali við Sigurð skömmu eftir að dómur í málum hans féll. Bogi Ágústsson fréttamaður tók viðtalið þá, og hann lék einnig í atriðinu í Skaupinu. Jónas er ekki eini maðurinn sem hefur lýst því yfir að atriðið megi heita ósmekklegt, og þannig skrifaði til að mynda Eiríkur Bergmann prófessor um atriðið á sínum Facebookvegg: „Ok, bara svo það sé sagt -- þetta atriði með Sigurði Einarssyni í Skaupinu var glatað. Maður atast ekki í manni á hans lægsta punkti í lífinu, manni sem situr í fangelsi og hefur ekki frelsi til þess einu sinni að svara fyrir sig.“ Jónas er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings og starfaði á árunum fyrir hrun náið með Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings. Jónas segir að nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Hann telur ýmislegt benda til þess að dómsstólar séu þátttakendur í skipulagðri aðför á hendur bankamönnum en í grein hans kemur meðal annars fram að þegar hafi „17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna.“
Tengdar fréttir Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15
„Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00