Guðmundur vill þriðja sæti hjá Samfylkingunni 22. ágúst 2016 09:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira