Viðskipti innlent

Vodafone hagnaðist um 248 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagnaður Vodafone dregst saman um sautján prósent milli ára.
Hagnaður Vodafone dregst saman um sautján prósent milli ára. Fréttablaðið/Daníel
Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone á Íslandi, hagnaðist um 248 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn dróst saman um sautján prósent milli ára.

Tekjuaukning var tvö prósent miðað við annan ársfjórðung 2015. Framlegð nam 1.605 milljónum króna og stendur nánast í stað miðað við sama tímabil 2015.

EBITDA hlutfall var 21,7 prósent og EBITDA hagnaður nam 751 milljónum króna og lækkaði um 3 prósent milli ára. Eiginfjárhlutfall nam 45,3 prósent í lok fjórðungsins.

Stefán Sigurðsson, forstjóri, segir að reksturinn hafi verið í takt við væntingar á öðrum ársfjórðungi. „Fyrri hluta ársins einkenndist hann af aukningu launakostnaðar í tengslum við kjarasamninga á sama tíma og verðsamkeppni á farsímamarkaði hafði áhrif á tekjur bæði á Íslandi og í Færeyjum. Ef uppgjör annars fjórðungs er borið saman við þann fyrsta má glöggt sjá að hagræðingaraðgerðir sem hófust á fyrsta ársfjórðungi eru farnar að skila árangri, eru á áætlun og munu halda áfram að skila sér á seinni hluta ársins, sérstaklega þegar tekið er tillit til einskiptiskostnaðar við forstjóra í Færeyjum á nýliðnum fjórðungi. Markmið áætlana er að seinni hluta árs hafi félagið varið reksturinn fyrir þeim kjarasamningshækkunum umfram verðbólgu sem komu fram af þunga í uppgjöri fyrsta fjórðungs."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×