Frakkar urðu fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna.
Frakkar unnu Brassana, 34-27, í hörkuleik. Staðan í hálfleik var 16-16.
Brassarnir gáfu ekkert eftir og komust í 21-20 snemma í síðari hálfleik. Þá sögðu Frakkarnir hingað og ekki lengra. Þeir tóku völdin á vellinum og kláraðu leikinn með stæl. Þeir þurftu þó að hafa verulega fyrir því.
Michaerl Guigou var frábær í franska liðinu og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Daniel Narcisse skoraði sjö.
Alexandro Pozzer skoraði átta mörk fyrir Brassana úr níu skotum og Thiagus dos Santos skoraði sjö.
Handbolti