Stjórnvöld hefðu getað stigið stærri skref við losun hafta Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn. Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn.
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira