Landsmenn vilja heilbrigðismál í forgang á fjárlögum en kirkjan er neðst á blaði Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 16:06 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íslendingar vilja að Alþingi setji heilbrigðismál, menntamál og almannatryggingar og velferð í forgang í fjárlögum ef marka má könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata. Þetta er þriðja árið í röð sem þingflokkur Pírata lætur Gallup framkvæma slíka könnun fyrir sig en um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 19. maí til 2. júní. Úrtakið var 4.220 manns af öllu landinu 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 61,1 prósent. Voru þátttakendur beðnir að raða málaflokkum í forgangsröð eftir því hvernig þeir vilja að fjármunum sé forgangsraðað í ríkisrekstrinum. Heilbrigðismál eru þjóðinni hugleiknust ef marka má könnunina en 75 prósent svarenda settu þau í fyrsta sæti og fá heilbrigðismálin því forgangseinkunnina 90,1.Ásta Guðrún Helgadóttir er einn af þremur þingmönnum Pírata.vísir/ernir„Áhersla á heilbrigðismálin er almennt mjög jöfn meðal allra aldurshópa þótt aldurinn 35-44 ára skeri sig aðeins frá með hæsta skorið. Þá eru konur örlítið hærri en karlar í þessum flokki. Búseta og menntun hefur hins vegar mjög lítil áhrif á áherslu á heilbrigðismálin. Þessi ríka áhersla á heilbrigðismálin hlýtur að hafa þau áhrif að við þurfum að skoða þennan málaflokk alvarlega. Ekki bara það fé sem varið er í málaflokkinn heldur nýtingu þess fjármagns innan kerfisins. Kerfið er orðinn hálfgerður frumskógur og fólk hætt að skilja hvernig það virkar,“ segir í tilkynningu Pírata um málið. Næst í röðinni eru menntamálin en sex prósent settu þau í fyrsta sæti. „Hér má velta upp þeirri spurningu hvort landsmenn hafa áhuga á tilteknu skólastigi umfram önnur. Yngsti aldurshópurinn (18 – 24 ára) skorar hæst hér, þ.e. þeir sem eru að hefja eða hafa hafið háskólanám. Hæst skora líka þeir sem eru með mesta menntun (háskólapróf). Þá skorar höfuðborgarsvæðið heldur hærra hér en landsbyggðin,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Í þriðja sæti eru almannatryggingar og velferðarmál en þar skoraði elsti þátttökuhópurinn hæst, 65 ára og eldri og þeir sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi. Höfuðborgarsvæðið skorar einnig hærra í þessum flokki en landsbyggðin. Næstu sæti skipast þannig: 4. Löggæsla og öryggismál. 5. Húsnæðis, skipulags- og hreinsunarmál 6. Samgöngumál 7. Almenn opinber þjónusta 8. Menningarmál 9. – 12. Atvinnuvegir (Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, eldsneytis- og orkumál, iðnaðarmál og önnur útgjöld vegna atvinnuvega) Kirkjumálin ráku svo lestina og eru neðst á blaði meðal landsmanna ef marka má könnun Gallup en niðurstöður hennar má sjá hér.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira