Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. febrúar 2016 12:45 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira