Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2016 20:15 Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið. Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið.
Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15