„Ég þrái að komast heim“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2016 19:00 Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira