Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson vísir/vilhelm Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan. Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. Ólafur fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju þar sem hann taldi að sönnunargögn í málinu hefðu verið ranglega metin. Að mati hans lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Þá taldi Ólafur jafnframt að í dóminum hafi setið dómarar sem voru vanhæfir vegna tengsla ættingja þeirra við slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í dag kemur fram að það séu honum og fjölskyldu hans „veruleg vonbrigði“ að endurupptökunefnd hafi hafnað beiðni hans. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að ekki sé ástæða til að véfengja hæfi dómara og að niðurstaðan byggi á réttu mati á gögnum málsins,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þar kemur jafnframt fram að Ólafur telur rökstuðning endurupptökunefndar fyrir niðurstöðu sinni ófullnægjandi. „Nefndin gerir ekki fullnægjandi greinarmun á því um hvaða Ólaf viðskiptin snúast og við hvaða Ólaf sá sem talar kveðst hafa rætt. Slíkur vafi er uppi um hvort mat Hæstaréttar á efni símtalsins er rétt að nefndinni hefði borið að fallast á beiðni um endurupptöku til þess að úr því yrði skorið. Endurupptökunefnd hafnar hins vegar beiðni um endurupptöku þrátt fyrir að óumdeilt sé að mati Ólafs, að fullnægt sé því skilyrði laganna fyrir endurupptöku, að verulegar líkur séu á að umrædd sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu málsins.“ Yfirlýsingu Ólafs má nálgast í viðhenginu hér að neðan.
Tengdar fréttir Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. 12. janúar 2016 20:34
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00