Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2016 19:30 Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira