Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 07:00 Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. vísir/pjetur Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32
Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56
Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07
Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36