Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 07:00 Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. vísir/pjetur Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32
Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56
Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07
Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36