Erlent

Sprúttsala í sendiráðinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögreglurannsókn hefur ekki farið fram á áfengissölu starfsmanna finnska sendiráðsins í Stokkhólmi.
Lögreglurannsókn hefur ekki farið fram á áfengissölu starfsmanna finnska sendiráðsins í Stokkhólmi. vísir/getty
Embættismenn við finnska sendiráðið í Stokkhólmi eru grunaðir um að hafa í miklum mæli selt tóbak og áfengi sem þeir hafa sjálfir keypt með afslætti hjá áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget. Starfsmenn sem njóta slíkra fríðinda eiga eingöngu að nota áfengið til eigin nota. Stranglega bannað er að selja vínið.

Fyrrverandi sendiherra Finnlands í Svíþjóð kveðst í samtali við fjölmiðla þar í landi hafa stöðvað söluna, sem hann sagði hafa verið skipulagða, um áramótin 2014 og 2015 og minnkuðu þá áfengis- og tóbakskaup sendiráðsins. Sendiherrann, Jarmo Viinanen, var kallaður heim á teppið í september í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni gegn kvenkyns gestum í sendiráðinu. Finnska utanríkisráðuneytið rannsakar ásakanirnar á hendur honum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×