Launalögga ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 12. október 2016 07:00 Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. september var skrifað undir samkomulag um breytingu á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna. Það samkomulag átti að ramma inn frumvarp um breytingar á lögum lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi. Forystufólk opinberu stéttarfélaganna skrifaði undir samkomulagið í trausti þess að öll réttindi núverandi sjóðsfélaga væru tryggð og óbreytt. Samræmt lífeyriskerfi er skynsamlegt og um það er ekki deilt, en dettur nokkrum í hug að það ágæta fólk sem hefur forystu í stéttarfélögunum hafi skrifað með bros á vör undir samkomulag sem rýrir réttindi umbjóðenda? Góðu heilli var fyrirliggjandi frumvarp ekki afgreitt á Alþingi því það var ekki í anda samkomulagsins frá 19. september. Svik, segir forseti ASÍ. Ég virði baráttu ASÍ fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna. ASÍ hefur átt frumkvæði að mörgum góðum málum til handa launþegum almennt. En á sama tíma bið ég forseta ASÍ að virða stöðu annarra stéttarfélaga og sýna þeirra baráttu sömu virðingu. Hingað til hefur ASÍ lítið umburðarlyndi haft fyrir því ef laun sumra stétta opinberra starfsmanna hækka meira en á almennum markaði. Þá er hótað öllu illu og „launalöggan“ sér til þess að okkar viðsemjendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir rétta af kjör opinberra starfsmanna af ótta við að styggja forystu annarra launþega. Og er það þá virkilega þannig að forysta ASÍ berjist fyrir lægri launum opinberra starfsmanna? Og fyrir skertum lífeyrisréttindum þessa sama hóps? Ég bið forseta ASÍ að hafa það í huga að opinberir starfsmenn hafa verið, og eru enn, lægra launasettir en kollegar þeirra á almennum markaði. Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði má ekki fela í sér réttindaskerðingu þeirra sem hafa búið við lægri laun í þeirri vissu að betri lífeyrisréttindi séu í það minnsta verðmæti sem ekki verði frá þeim tekin. Það getur því aldrei nokkurn tímann skapast sátt um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eigi það að fela í sér skerðingu á réttindum núverandi sjóðfélaga. Og rétt er auðvitað, áður en lengra er haldið, að leiðrétta laun opinberra starfsmanna. Þegar sú vegferð hefst verður það vonandi án þess að launalögga ASÍ hóti öllu illu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun