Erlent

Milljónir settar í vörð vegna Pokémonspilara

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kostnaðurinn  vegna þjónustu við Pokémon-spilara nemur um 20 milljónum króna á ári.
Kostnaðurinn vegna þjónustu við Pokémon-spilara nemur um 20 milljónum króna á ári. vísir/getty
Garðurinn við Konunglega bókasafnið í hjarta Kaupmannahafnar hefur líkst járnbrautarstöð frá því að íbúar borgarinnar hófu að leika Pokémon Go-leikinn fyrr á þessu ári. Í garðinum er aðgangur að sex svonefndum PokéStops og segja starfsmenn bókasafnsins að þeir séu reglulega í hættu þegar þeir mæta tugum ungmenna sem koma öskrandi fyrir horn.

Yfirvöld ætla ekki að takmarka aðgengi ungmennanna að garðinum, heldur hafa þau sett upp salerni þar og fjölgað sorpílátum. Jafnframt hefur verið ráðinn vörður til að hafa eftirlit með svæðinu. Kostnaðurinn er 3-4 þúsund danskar krónur á dag eða 51 til 68 þúsund íslenskar krónur. Það er um 20 milljónir íslenskra króna á ári.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×