Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Vatnsnesvegur er heflaður endrum og sinnum en fellur fljótt í sama farið aftur. Mynd/Stella Guðrún Ellertsdóttir „Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00